Húðflúr með persónu úr Breaking Bad Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Gunnar Valdimarsson, húðflúrari, langar að gera flúr með Jesse Pinkman úr Breaking Bad þáttunum vinsælu. Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira