Innlent

Lögmaður gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Gísli segir að hvorki hann né umbjóðandi hans, Hannes Smárason, hafi séð ákæruna.
Gísli segir að hvorki hann né umbjóðandi hans, Hannes Smárason, hafi séð ákæruna.
Hannes Smárason
 „Það er staðfest að ákæra verður birt í dag,“ segir Gísli Hall, lögmaður Hannesar Smárasonar. Ákæran snýst um millifærslu tæplega þriggja milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg árið 2005.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. nóvember. Gísli segir að hvorki hann né umbjóðandi hans hafi séð ákæruna. Samkvæmt lögum hafi ákærður maður þrjá sólarhringa til að bregðast við ákæru áður en hún er gerð opinber.

Gísli segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi tekið upp það vinnulag þegar hann gefur út fyrirkall, sem er undanfari birtingar, að færa nöfn inn í málaskrá dómsins. Hún sé aðgengileg á netinu.

„Þannig er jafnvel ekki útilokað að fjölmiðlar fái upplýsingar um ákæru á undan þeim sem ákærður er. Þetta er að mínu mati gagnrýnivert,“ segir Gísli Hall. Reglunni um þriggja sólarhringa frestinn sé í raun kippt úr sambandi án þess að nokkrir hagsmunir séu í húfi sem réttlæti það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×