Pressan að vera kúl Sigga Dögg skrifar 10. október 2013 11:00 Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira