Játaði brot gegn tíu ára telpu fyrir dómi Stígur Helgason skrifar 5. október 2013 07:00 Maðurinn huldi sig undir teppi þegar hann var leiddur fyrir dómara við þingfestingu málsins í byrjun september. Fréttablaðið/vilhelm Maður á fertugsaldri játaði fyrir dómi á miðvikudag að hafa numið tíu ára stelpu á brott úr Vesturbæ Reykjavíkur í maí, ekið með hana upp í Heiðmörk og brotið þar gegn henni kynferðislega eins og honum er gefið að sök í ákæru. Við þingfestingu málsins 5. september neitaði maðurinn sök. Hann hefur frá upphafi fullyrt að sökum neyslu og lítils svefns muni ekkert eftir þessu síðdegi, þegar hann þvingaði stúlkuna upp í bíl sinn þar sem hún var á leið heim úr Melaskóla og skilaði henni síðan aftur á svipaðar slóðir eftir að hafa brotið gegn henni. Aðalmeðferð málsins fór fram fyrir luktum dyrum á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hélt maðurinn sig staðfastlega við það að hann myndi ekkert, en breytti hins vegar framburði sínum á þann veg að nú gekkst hann við öllum sakargiftunum. Hans mat var það að sönnunargögnin gegn honum væru svo ótvíræð að það stoðaði ekkert að efast um að hann hefði gerst sekur um brotið. Vegna þess að maðurinn játaði var aðalmeðferðin stytt til mikilla muna og vitnum fækkað. Helstu vitnin sem kalla þurfti fyrir dóminn voru sérfræðingar; sálfræðingar og aðrir. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur Breiðhyltingur og með nokkra dóma fyrir auðgunarbrot á bakinu, hefur setið í gæsluvarðhald síðan málið kom upp. Fram hefur komið að þegar hann var handtekinn fannst í fórum hans miði með nöfnum nokkurra barna til viðbótar. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlaðist fyrir með þau börn, ef nokkuð. Meðal þess sem var rannsakað var hvort maðurinn hefði komist yfir upplýsingar um börnin og ferðir þeirra símum foreldranna í starfi sínu hjá farsímaviðgerðarþjónustu. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Maður á fertugsaldri játaði fyrir dómi á miðvikudag að hafa numið tíu ára stelpu á brott úr Vesturbæ Reykjavíkur í maí, ekið með hana upp í Heiðmörk og brotið þar gegn henni kynferðislega eins og honum er gefið að sök í ákæru. Við þingfestingu málsins 5. september neitaði maðurinn sök. Hann hefur frá upphafi fullyrt að sökum neyslu og lítils svefns muni ekkert eftir þessu síðdegi, þegar hann þvingaði stúlkuna upp í bíl sinn þar sem hún var á leið heim úr Melaskóla og skilaði henni síðan aftur á svipaðar slóðir eftir að hafa brotið gegn henni. Aðalmeðferð málsins fór fram fyrir luktum dyrum á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hélt maðurinn sig staðfastlega við það að hann myndi ekkert, en breytti hins vegar framburði sínum á þann veg að nú gekkst hann við öllum sakargiftunum. Hans mat var það að sönnunargögnin gegn honum væru svo ótvíræð að það stoðaði ekkert að efast um að hann hefði gerst sekur um brotið. Vegna þess að maðurinn játaði var aðalmeðferðin stytt til mikilla muna og vitnum fækkað. Helstu vitnin sem kalla þurfti fyrir dóminn voru sérfræðingar; sálfræðingar og aðrir. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur Breiðhyltingur og með nokkra dóma fyrir auðgunarbrot á bakinu, hefur setið í gæsluvarðhald síðan málið kom upp. Fram hefur komið að þegar hann var handtekinn fannst í fórum hans miði með nöfnum nokkurra barna til viðbótar. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlaðist fyrir með þau börn, ef nokkuð. Meðal þess sem var rannsakað var hvort maðurinn hefði komist yfir upplýsingar um börnin og ferðir þeirra símum foreldranna í starfi sínu hjá farsímaviðgerðarþjónustu.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira