Ríkisstjórnin stefnir að því að fyrir lok kjörtímabilsins verði búið að fækka skattþrepum úr þremur í eitt. Þetta kemur fram í þeim kafla fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að stefnu og horfum í ríkisfjármálum.
Þar segir að með tekjuskattslækkun fyrir miðjuþrepið í skattkerfinu séu stigin fyrstu skrefin til skattalækkana.
Þar segir jafnframt: „Stefnt er að því að draga enn frekar úr bilinu milli lægstu skattþrepanna á kjörtímabilinu og að endingu að fella þau saman í eitt þrep.“
Þetta muni einfalda skattkerfið, bæta skilvirkni þess og auka ráðstöfunartekjur almennings.
Aftur stefnt í eitt skattþrep
