Sonurinn fær ekki grænmetisfæði í leikskólanum Valur Grettisson skrifar 28. september 2013 07:30 Sigrún Jóelsdóttir, móðir drengsins sem fær ekki grænmetisfæði á leikskólanum. „Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira