Sonurinn fær ekki grænmetisfæði í leikskólanum Valur Grettisson skrifar 28. september 2013 07:30 Sigrún Jóelsdóttir, móðir drengsins sem fær ekki grænmetisfæði á leikskólanum. „Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira