Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Fréttablaðið/Vilhelm „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira