Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Fréttablaðið/Vilhelm „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
„Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira