Brjóstagjöf og samlífi Sigga Dögg skrifar 19. september 2013 11:00 Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. Nordicphtos/getty SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira