Minning Hallsteins heiðruð með sýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2013 12:00 Borgarfjarðar Guðrún Jónsdóttir forstöðukona við mynd af Hallsteini, mótaðri í stein af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara. Hallsteinn Sveinsson átti verk eftir marga merkustu myndlistarmenn þjóðarinnar á síðustu öld. Á ævikvöldi sínu gaf hann okkur Borgfirðingum þau og sú gjöf verður ekki metin til fjár. Við höfum sett upp minningarsýningu honum til heiðurs á hundrað og tíu ára afmæli hans. Þar leggjum við sérstaka áherslu á listina, hugsjónir hans og persónuleika, handverk og muni,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 17.30 í dag. Myndir eftir Kjarval, Hafstein Austmann, Pál Guðmundsson á Húsafelli, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson og fleiri eru á sýningunni enda segir Guðrún Hallstein hafa laðað að sér listamenn. „Margir kannast við frásagnir af Erlendi í Unuhúsi sem var listamönnum stoð og stytta. Hallsteinn var svipaðrar gerðar. Hann var með innrömmunarverkstæði og laðaði að sér listamenn sem létu hann hafa verk eftir sig sem vinnulaun. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum.“ Hallsteinn var einn af ellefu systkinum. Nafnkunnast þeirra er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Hann fær sinn sess á sýningunni í Safnahúsinu enda var veigamikill þáttur í hugsjón Hallsteins að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörð. Hallsteinn átti stóran þátt í að verkið Sonartorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Með listaverkagjöf sinni lagði Hallsteinn grunn að Listasafni Borgarness. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var einnig með smíðaverkstæði. Sýningin í Safnahúsinu mun standa fram til loka janúar 2014. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hallsteinn Sveinsson átti verk eftir marga merkustu myndlistarmenn þjóðarinnar á síðustu öld. Á ævikvöldi sínu gaf hann okkur Borgfirðingum þau og sú gjöf verður ekki metin til fjár. Við höfum sett upp minningarsýningu honum til heiðurs á hundrað og tíu ára afmæli hans. Þar leggjum við sérstaka áherslu á listina, hugsjónir hans og persónuleika, handverk og muni,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 17.30 í dag. Myndir eftir Kjarval, Hafstein Austmann, Pál Guðmundsson á Húsafelli, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson og fleiri eru á sýningunni enda segir Guðrún Hallstein hafa laðað að sér listamenn. „Margir kannast við frásagnir af Erlendi í Unuhúsi sem var listamönnum stoð og stytta. Hallsteinn var svipaðrar gerðar. Hann var með innrömmunarverkstæði og laðaði að sér listamenn sem létu hann hafa verk eftir sig sem vinnulaun. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum.“ Hallsteinn var einn af ellefu systkinum. Nafnkunnast þeirra er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Hann fær sinn sess á sýningunni í Safnahúsinu enda var veigamikill þáttur í hugsjón Hallsteins að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörð. Hallsteinn átti stóran þátt í að verkið Sonartorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Með listaverkagjöf sinni lagði Hallsteinn grunn að Listasafni Borgarness. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var einnig með smíðaverkstæði. Sýningin í Safnahúsinu mun standa fram til loka janúar 2014.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“