Samskiptabrestur tafði morðrannsókn á Egilsstöðum Boði Logason skrifar 7. september 2013 08:00 Saksóknari, verjandi og dómararnir þrír skoðuðu morðvettvanginn á Egilsstöðum við aðalmeðferðina í ágúst. Fréttablaðið/Ingimar Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Lögreglumenn sem komu á heimili Friðriks Brynjars Friðrikssonar aðfaranótt 8. maí síðastliðinn vissu ekki að hann hefði í samtali sínu við Neyðarlínuna skömmu áður sagst halda að hann hefði orðið manni að bana. Aðalmeðferð í málinu fór fram á Egilsstöðum í lok ágúst en á meðal gagna málsins er símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínuna um klukkan eitt eftir miðnætti þessa umræddu nótt. Þegar starfsfólk Neyðarlínunnar fékk símtalið frá Friðriki sendi það skilaboðin áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem hafði svo samband við lögregluna á Egilsstöðum. Svo virðist sem eitthvað hafi skolast til á þessum boðleiðum því lögreglumenn sem komu á vettvang höfðu engar upplýsingar fengið um að Friðrik hefði haft á orði að hann hefði orðið manni að bana skömmu áður. Þau skilaboð sem lögreglumenn fengu voru að átök hefðu átt sér stað í íbúð hans og hugsanlega hefði einhver fallið fram af svölum. Í samtali við lögreglumennina neitaði Friðrik Brynjar að hafa hringt á Neyðarlínuna og var ekki handtekinn – enda engin ummerki um átök í íbúð hans. Um sjö klukkustundum síðar fannst Karl Jónsson, nágranni Friðriks Brynjars, í íbúð sinni látinn eftir að hafa verið stunginn 92 sinnum. Þá var Friðrik Brynjar handtekinn, um klukkan hálf níu um morguninn, grunaður um morðið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í aðalmeðferð málsins í lok ágúst var fjallað um símtal Friðriks Brynjars við Neyðarlínunna. Einn lögreglumaður sem hafði verið kallaður á vettvettvang bar meðal annars að tilkynningin frá Neyðarlínunni hefði verið nokkuð óljós. Lögreglumenn gengu ásamt sjúkraflutningamönnum í kringum blokkina með vasaljós og beindu kösturum lögreglubifreiðarinnar upp á svalir fjölbýlishússins, en einblíndu á íbúð Friðriks Brynjars. Á sama tíma lá Karl látinn á svölum íbúðar sinnar. Hægt að er leiða líkur að því að rannsókn málsins hafi seinkað um sjö klukkustundir vegna þessa misskilnings neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar var nokkuð drukkinn þegar hann hringdi á Neyðarlínuna, og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann nokkuð óskýr í máli. Hvorki Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð, né lögreglan á Eskifirði vildu tjá sig um málið.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira