Sjúga höku og sleikja tennur Sigga Dögg skrifar 5. september 2013 12:00 Góður koss er gulli betra. Nordicphotos/getty Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira