Sjúga höku og sleikja tennur Sigga Dögg skrifar 5. september 2013 12:00 Góður koss er gulli betra. Nordicphotos/getty Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira