Sigmundur Davíð hitti Obama - "Hann er mjög viðkunnanlegur“ Boði Logason skrifar 5. september 2013 07:00 Sigmundur Davíð, lengsti til hægri, ásamt leiðtogum hinna Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. Þar var fundað með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira