Sigmundur Davíð hitti Obama - "Hann er mjög viðkunnanlegur“ Boði Logason skrifar 5. september 2013 07:00 Sigmundur Davíð, lengsti til hægri, ásamt leiðtogum hinna Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. Þar var fundað með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira