Mazen Maarouf á djúpa tengingu við Ísland Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. september 2013 09:00 Mazen Maarouf Fréttablaðið/Vilhelm „Ísland er orðið hluti af mínum minningabanka, minni persónu. Hluti af mér,“ segir Mazen Maarouf, palestínskt ljóðskáld og þýðandi sem gefur út ljóðabókina, Ekkert nema strokleður, á fimmtudaginn næstkomandi. Mazen var bjargað hingað til lands árið 2011 af samtökunum ICORN í samstarfi við Reykjavíkurborg eftir að honum bárust líflátshótanir vegna blaðaskrifa sinna um stjórnmál í Miðausturlöndum. Sjálfur er Mazen palestínskur að uppruna en hefur alla tíð haft stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann fæddist árið 1978 í Beirút í Líbanon. Hann lauk meistaranámi í efnafræði frá raunvísindadeild Háskólans í Líbanon, en sneri sér fljótlega að ritlist. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 2000. Einnig hefur hann fjallað um bókmenntir og listir í arabískum blöðum og tímaritum. Þá gerði fréttaveitan Al-Jazeera heimildamynd um Mazen á dögunum. Bók Mazens markar viss tímamót en afar fá verk úr bókmenntaheimi arabískrar tungu hafa ratað hingað til lands. „Við settum saman eins konar þýðendabúðir,“ segir Mazen. „Þar sem hugmyndin var að útlensk skáld búsett á Íslandi fengu ljóðin sín þýdd yfir á íslensku. Ég kom þá með hugmyndina að því að við myndum hafa það líka öfugt, það er að segja að útlensku skáldin myndu einnig þýða íslensk ljóð yfir á sín tungumál,“ bætir Mazen við. Hann hefur undanfarin misseri unnið að þýðingum íslenskra bókmennta á arabísku og þýtt hátt í þrjátíu íslensk skáldverk, þar á meðal eftir Sjón, Stein Steinarr og Sigurbjörgu Þrastardóttur.„Bókin inniheldur tuttugu og átta ljóð eða texta, sem eru á arabísku og á íslensku,“ heldur Mazen áfram. „Þetta er mjög persónulegt verk fyrir mig. Ljóðin skrifaði ég flest í Beirút og gaf út þar, en ég gat ekki verið viðstaddur neinn opinberan viðburð um bókina. Ég bjó í þrjátíu og þrjú ár í Beirút þar sem ég hafði engin réttindi. Á Íslandi hef ég fengið að búa eins og allir hinir og hlotið mannréttindi sem ég hef aldrei áður kynnst,“ segir Mazen. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón íslenskuðu ljóðin. Mazen Maarouf hefur verið búsettur í Reykjavík frá því síðla árs 2011 og er einn af höfundum Bókmenntahátíðar í ár.Útgáfugleði verður haldin á Kex Hostel við Skúlagötu á fimmtudaginn klukkan 5. Menning Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ísland er orðið hluti af mínum minningabanka, minni persónu. Hluti af mér,“ segir Mazen Maarouf, palestínskt ljóðskáld og þýðandi sem gefur út ljóðabókina, Ekkert nema strokleður, á fimmtudaginn næstkomandi. Mazen var bjargað hingað til lands árið 2011 af samtökunum ICORN í samstarfi við Reykjavíkurborg eftir að honum bárust líflátshótanir vegna blaðaskrifa sinna um stjórnmál í Miðausturlöndum. Sjálfur er Mazen palestínskur að uppruna en hefur alla tíð haft stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann fæddist árið 1978 í Beirút í Líbanon. Hann lauk meistaranámi í efnafræði frá raunvísindadeild Háskólans í Líbanon, en sneri sér fljótlega að ritlist. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 2000. Einnig hefur hann fjallað um bókmenntir og listir í arabískum blöðum og tímaritum. Þá gerði fréttaveitan Al-Jazeera heimildamynd um Mazen á dögunum. Bók Mazens markar viss tímamót en afar fá verk úr bókmenntaheimi arabískrar tungu hafa ratað hingað til lands. „Við settum saman eins konar þýðendabúðir,“ segir Mazen. „Þar sem hugmyndin var að útlensk skáld búsett á Íslandi fengu ljóðin sín þýdd yfir á íslensku. Ég kom þá með hugmyndina að því að við myndum hafa það líka öfugt, það er að segja að útlensku skáldin myndu einnig þýða íslensk ljóð yfir á sín tungumál,“ bætir Mazen við. Hann hefur undanfarin misseri unnið að þýðingum íslenskra bókmennta á arabísku og þýtt hátt í þrjátíu íslensk skáldverk, þar á meðal eftir Sjón, Stein Steinarr og Sigurbjörgu Þrastardóttur.„Bókin inniheldur tuttugu og átta ljóð eða texta, sem eru á arabísku og á íslensku,“ heldur Mazen áfram. „Þetta er mjög persónulegt verk fyrir mig. Ljóðin skrifaði ég flest í Beirút og gaf út þar, en ég gat ekki verið viðstaddur neinn opinberan viðburð um bókina. Ég bjó í þrjátíu og þrjú ár í Beirút þar sem ég hafði engin réttindi. Á Íslandi hef ég fengið að búa eins og allir hinir og hlotið mannréttindi sem ég hef aldrei áður kynnst,“ segir Mazen. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón íslenskuðu ljóðin. Mazen Maarouf hefur verið búsettur í Reykjavík frá því síðla árs 2011 og er einn af höfundum Bókmenntahátíðar í ár.Útgáfugleði verður haldin á Kex Hostel við Skúlagötu á fimmtudaginn klukkan 5.
Menning Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira