Halda leiklistarnámskeið ætlað innflytjendum Sara McMahon skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Aude Busson er meðlimur í hópnum Við og við sem stendur fyrir námskeiðinu. Fréttablaðið/arnþór „Þetta er námskeið ætlað innflytjendum og Íslendingum af erlendum uppruna. Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir innflytjendur þar sem þeir geta látið ljós sitt skína án þess að gera kröfu um íslenskukunnáttu,“ segir Aude Busson um leiklistarnámskeið sem sviðslistahópurinn Við og við stendur fyrir í vetur. Námskeiðið, sem er sérstaklega ætlað innflytjendum og er styrkt af velferðarráðuneytinu, hefst þann 11. september. Sviðslistahópurinn Við og við hefur starfað frá árinu 2011 og samanstendur af Aude, Alexander Roberts og Sigurði Arent Jónssyni. Hópurinn hefur meðal annars sett upp sýningarnar Assassinating the Foreigner og Encountering the Foreign Body. „Við unnum með innflytjendum að þessum verkefnum og þau heppnuðust svo vel að við ákváðum að gera meira úr þessu. Námskeiðið stendur í allan vetur og fer fram í Borgarleikhúsinu á hverjum miðvikudegi,“ segir Aude og bætir við: „Hópurinn á námskeiðinu ræður svo sjálfur hvort sýning verði sett upp að námskeiðinu loknu.“Öll með mikla reynslu Sigurður Arent Jónsson starfar sem dansari og danshöfundur. Hann hefur meðal annars sett upp dansverkið Blóðeik. Alexander Roberts kemur meðal annars að skipulagningu danshátíðarinnar Reykjavík Dance Festival og viðburðinum Lunch Beat. Aude Busson hefur lengi starfað sem dramatúrg bæði hér á landi og í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á netfangið aude@borgarleikhus.is og kostar þátttaka tíu þúsund krónur. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er námskeið ætlað innflytjendum og Íslendingum af erlendum uppruna. Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir innflytjendur þar sem þeir geta látið ljós sitt skína án þess að gera kröfu um íslenskukunnáttu,“ segir Aude Busson um leiklistarnámskeið sem sviðslistahópurinn Við og við stendur fyrir í vetur. Námskeiðið, sem er sérstaklega ætlað innflytjendum og er styrkt af velferðarráðuneytinu, hefst þann 11. september. Sviðslistahópurinn Við og við hefur starfað frá árinu 2011 og samanstendur af Aude, Alexander Roberts og Sigurði Arent Jónssyni. Hópurinn hefur meðal annars sett upp sýningarnar Assassinating the Foreigner og Encountering the Foreign Body. „Við unnum með innflytjendum að þessum verkefnum og þau heppnuðust svo vel að við ákváðum að gera meira úr þessu. Námskeiðið stendur í allan vetur og fer fram í Borgarleikhúsinu á hverjum miðvikudegi,“ segir Aude og bætir við: „Hópurinn á námskeiðinu ræður svo sjálfur hvort sýning verði sett upp að námskeiðinu loknu.“Öll með mikla reynslu Sigurður Arent Jónsson starfar sem dansari og danshöfundur. Hann hefur meðal annars sett upp dansverkið Blóðeik. Alexander Roberts kemur meðal annars að skipulagningu danshátíðarinnar Reykjavík Dance Festival og viðburðinum Lunch Beat. Aude Busson hefur lengi starfað sem dramatúrg bæði hér á landi og í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á netfangið aude@borgarleikhus.is og kostar þátttaka tíu þúsund krónur.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira