Stórir skór að fylla Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 11:00 Stefán Hallur lék skipstjóra bátsins í kvikmyndinni Djúpið og segir það hafa gefið sér aukna innsýn í verkið. Stefán Hallur Stefánsson sýnir einleikinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson á ensku í Hörpu í sumar. Sýningin er liður í því að bjóða ferðamönnum upp á fjölbreyttara úrval íslenskrar menningar. Við byrjuðum að prófa að sýna þetta í maí og höfum verið að sýna svona eina og eina sýningu,“ segir Stefán Hallur. „Eftir því sem áhuginn hefur aukist höfum við svo verið að bæta við sýningum.“ Stefán Hallur segir sýninguna spyrjast vel út meðal ferðamanna og að þetta framtak veki mikla ánægju. Það er höfundur verksins, Jón Atli Jónasson, sem leikstýrir, en hann leikstýrði einnig fyrstu uppfærslunni þar sem Ingvar E. Sigurðsson lék. Hvernig komu þessar sýningar í Hörpunni til? „Þetta er samstarf milli Jóns Atla og Hörpunnar um að bjóða upp á íslenskar leiksýningar á ensku í Kaldalónssalnum,“ segir Stefán Hallur. „Bjarni Haukur er líka að sýna How to be Icelandic in 60 minutes hérna og þetta er liður í því að auka framboðið á íslenskri menningu fyrir ferðamanninn okkar og aðra sem vilja.“Bæði Ingvar E. og Ólafur Darri hafa slegið hressilega í gegn í þessu hlutverki, er ekkert ógnvekjandi að feta í fótspor þeirra? „Jú, vissulega. Það eru stórir skór að fylla. En maður reynir bara sitt besta. Þetta er líka svolítið fyndið því ég lék einmitt skipstjórann á bátnum í myndinni hans Balta. Ég held það hafi gefið manni aukna innsýn í verkið.“ Hefurðu verið á sjó? „Nei, reyndar ekki. Það var í kvikmyndinni Djúpinu sem ég komst í fyrsta sinn í snertingu við sjómennsku. Enda hlógu þeir bara að okkur alvöru sjómennirnir.“ Sýningar á Djúpinu verða að minnsta kosti út ágúst og síðan verður framhaldið skoðað. „Mér heyrist það á öllum að það sé áhugi fyrir að halda þessu áfram,“ segir Stefán Hallur. „Og þar sem sýningin er á ensku er líka hægt að fara með hana til útlanda og eru fyrirhuguð ýmis ferðalög í haust. Hún hefur reyndar verið sett upp bæði í Þýskalandi og Danmörku með þarlendum leikurum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er leikin á ensku af íslenskum leikara. Svo verð ég að fá að taka fram að Kaldalónssalurinn hentar mjög vel fyrir einleiki, góður hljómburður og gott andrúmsloft. Og þegar fólk gengur út blasir Faxaflóinn við, sem er svona rúsínan í pylsuendanum.“ Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stefán Hallur Stefánsson sýnir einleikinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson á ensku í Hörpu í sumar. Sýningin er liður í því að bjóða ferðamönnum upp á fjölbreyttara úrval íslenskrar menningar. Við byrjuðum að prófa að sýna þetta í maí og höfum verið að sýna svona eina og eina sýningu,“ segir Stefán Hallur. „Eftir því sem áhuginn hefur aukist höfum við svo verið að bæta við sýningum.“ Stefán Hallur segir sýninguna spyrjast vel út meðal ferðamanna og að þetta framtak veki mikla ánægju. Það er höfundur verksins, Jón Atli Jónasson, sem leikstýrir, en hann leikstýrði einnig fyrstu uppfærslunni þar sem Ingvar E. Sigurðsson lék. Hvernig komu þessar sýningar í Hörpunni til? „Þetta er samstarf milli Jóns Atla og Hörpunnar um að bjóða upp á íslenskar leiksýningar á ensku í Kaldalónssalnum,“ segir Stefán Hallur. „Bjarni Haukur er líka að sýna How to be Icelandic in 60 minutes hérna og þetta er liður í því að auka framboðið á íslenskri menningu fyrir ferðamanninn okkar og aðra sem vilja.“Bæði Ingvar E. og Ólafur Darri hafa slegið hressilega í gegn í þessu hlutverki, er ekkert ógnvekjandi að feta í fótspor þeirra? „Jú, vissulega. Það eru stórir skór að fylla. En maður reynir bara sitt besta. Þetta er líka svolítið fyndið því ég lék einmitt skipstjórann á bátnum í myndinni hans Balta. Ég held það hafi gefið manni aukna innsýn í verkið.“ Hefurðu verið á sjó? „Nei, reyndar ekki. Það var í kvikmyndinni Djúpinu sem ég komst í fyrsta sinn í snertingu við sjómennsku. Enda hlógu þeir bara að okkur alvöru sjómennirnir.“ Sýningar á Djúpinu verða að minnsta kosti út ágúst og síðan verður framhaldið skoðað. „Mér heyrist það á öllum að það sé áhugi fyrir að halda þessu áfram,“ segir Stefán Hallur. „Og þar sem sýningin er á ensku er líka hægt að fara með hana til útlanda og eru fyrirhuguð ýmis ferðalög í haust. Hún hefur reyndar verið sett upp bæði í Þýskalandi og Danmörku með þarlendum leikurum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er leikin á ensku af íslenskum leikara. Svo verð ég að fá að taka fram að Kaldalónssalurinn hentar mjög vel fyrir einleiki, góður hljómburður og gott andrúmsloft. Og þegar fólk gengur út blasir Faxaflóinn við, sem er svona rúsínan í pylsuendanum.“
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira