Fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 13:00 Björg Atla sýnir bæði í Kirsuberjatrénu og Breiðholtskirkju þessa dagana. Fréttablaðið/GVA Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst. Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst.
Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira