Erum að minnka aðdráttarafl borgarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Svavar Knútur segir lokun tónleikastaða minnka aðdráttarafl borgarinnar í augum ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“ Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira