Innlent

Hjólreiðakeppni til styrktar Barnaheillum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í gær en þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin. Keppnin stendur yfir til 22. júní og verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum landið samtals 1.332 kílómetra.

Lagt var af stað frá tónlistarhúsinu Hörpu síðdegis í gær og eru um 200 manns sem taka þátt í ár sen er talsverð aukning frá því í fyrra þegar þátttakendur voru 78. Þrjú erlend lið skráðu sig til leiks í keppnina í ár en þau samanstanda af landsliðsfólki frá Bretlandi.

Markmið keppninnar er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styrkja gott málefni. Liðin safna áheitum sem renna til átaksverkefnis Barnaheilla en átakið snýr að heilsu og hreyfingu barna og byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×