App með íslenskum nöfnum slær í gegn Lovísa Eiríksdóttir skrifar 11. júní 2013 07:00 Björn Þór Jónsson og Edda Lára Kaaber með sonunum Kára og Arnóri. Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store. Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store.
Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira