Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ Kosningar 2013 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“
Kosningar 2013 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira