Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 09:00 Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök. Mynd/Stefán Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn." Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn."
Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00