Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 09:00 Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök. Mynd/Stefán Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn." Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn."
Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00