Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 09:00 Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök. Mynd/Stefán Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn." Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkison, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn."
Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkison, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00