Trommar með 20 mismunandi sveitum Freyr Bjarnason skrifar 20. febrúar 2013 12:00 Magnús Trygvason Eliassen spilar með um tuttugu hljómsveitum. Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefst á sunnudag. Mynd/GVA Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu." Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu."
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“