Ásgeir Trausti lofaður í Osló 19. febrúar 2013 12:00 Ásgeir Trausti. Um helgina fór fram tónlistarhátíðin by:Larm í Ósló en þar létu íslenskir tónlistarmenn til sín taka. Hátíðin einbeitir sér að ungu tónlistarfólki frá Norðurlöndunum og hefur fest sig í sessi þar í borg sem eins konar bransahátíð. Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Oyama, Sin Fang og Valgeir Sigurðsson voru fulltrúar Íslands og fengu lofsamlega dóma. Ásgeir Trausti heillaði gagnrýnanda hátíðarinnar. Tónleikar hans eru sagðir hreint út sagt frábærir og Ásgeiri líkt við James Blake og Bon Iver og textarnir sagðir bæði dularfullir og fallegir á íslenskunni. „Áhorfendur sátu heillaðir á meðan hvert fallega lagið á fætur öðru hljómaði." Hægt er að lesa dóminn um Ásgeir Trausta hér á vefsíðu by:Larm. Retro Stefson fékk einnig góða dóma og hefur gagnrýnandi hátíðarinnar orð á því að það sé í raun ótrúlegt að jafn lítið land og Ísland geti alið af sé jafn marga hæfileikaríka tónlistarmenn og raun ber vitni. „Það er erfitt að skilgreina tónlist Retro Stefson sem er ekki eins og nein önnur íslensk sveit sem maður þekkir. Söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni tókst að fá áhorfendur til liðs við sig sem enduðu öskrandi og hoppandi af gleði." Hægt er að lesa dóminn um Retro Stefson hér á vefsíðu by:Larm. Einnig var fjallað um tónleika ungu sveitina Oyama en EP-plata þeirra I Wanna hefur vakið athygli undanfarið. Gagnrýnandi segir sveitina gefa hetjum áttunda áratugarins ekkert með tónlist sinni sem ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum Sonic Youth, Pavement eða My Bloody Valentine. Hægt er að lesa dóminn um Oyama hér á vefsíðu by:Larm.Retro Stefson. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Um helgina fór fram tónlistarhátíðin by:Larm í Ósló en þar létu íslenskir tónlistarmenn til sín taka. Hátíðin einbeitir sér að ungu tónlistarfólki frá Norðurlöndunum og hefur fest sig í sessi þar í borg sem eins konar bransahátíð. Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Oyama, Sin Fang og Valgeir Sigurðsson voru fulltrúar Íslands og fengu lofsamlega dóma. Ásgeir Trausti heillaði gagnrýnanda hátíðarinnar. Tónleikar hans eru sagðir hreint út sagt frábærir og Ásgeiri líkt við James Blake og Bon Iver og textarnir sagðir bæði dularfullir og fallegir á íslenskunni. „Áhorfendur sátu heillaðir á meðan hvert fallega lagið á fætur öðru hljómaði." Hægt er að lesa dóminn um Ásgeir Trausta hér á vefsíðu by:Larm. Retro Stefson fékk einnig góða dóma og hefur gagnrýnandi hátíðarinnar orð á því að það sé í raun ótrúlegt að jafn lítið land og Ísland geti alið af sé jafn marga hæfileikaríka tónlistarmenn og raun ber vitni. „Það er erfitt að skilgreina tónlist Retro Stefson sem er ekki eins og nein önnur íslensk sveit sem maður þekkir. Söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni tókst að fá áhorfendur til liðs við sig sem enduðu öskrandi og hoppandi af gleði." Hægt er að lesa dóminn um Retro Stefson hér á vefsíðu by:Larm. Einnig var fjallað um tónleika ungu sveitina Oyama en EP-plata þeirra I Wanna hefur vakið athygli undanfarið. Gagnrýnandi segir sveitina gefa hetjum áttunda áratugarins ekkert með tónlist sinni sem ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum Sonic Youth, Pavement eða My Bloody Valentine. Hægt er að lesa dóminn um Oyama hér á vefsíðu by:Larm.Retro Stefson.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp