Einn af þeim villtari Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa. Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa.
Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira