Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Stígur Helgason skrifar 28. janúar 2013 06:00 Heiðarvatn Svisslendingurinn Rudolph Lamprecht hefur meðal annars keypt Heiðarvatn í Mýrdal. Ögmundi finnst hann hafa seilst býsna langt. Mynd/Magnús Jóhannsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira