Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Stígur Helgason skrifar 28. janúar 2013 06:00 Heiðarvatn Svisslendingurinn Rudolph Lamprecht hefur meðal annars keypt Heiðarvatn í Mýrdal. Ögmundi finnst hann hafa seilst býsna langt. Mynd/Magnús Jóhannsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira