Eftirlæti gagnrýnenda Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“