Viljum enga stráka í hljómsveitina Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin The Tension frá Selfossi ætlar sér langt. Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira