Ólafur Darri er hin nýja ungfrú klukka 9. febrúar 2013 17:00 Ólafur Darri Ólafsson mun lesa fyrir klukkuna og símann í framtíðinni. fréttablaðiða/anton „Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
„Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira