Ólafur Darri er hin nýja ungfrú klukka 9. febrúar 2013 17:00 Ólafur Darri Ólafsson mun lesa fyrir klukkuna og símann í framtíðinni. fréttablaðiða/anton „Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
„Það er svolítið skemmtilegt að vera klukka. En það er verulega skrítin tilfinning,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann tekur við af Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu sem rödd klukkunnar síðar í þessum mánuði og mun því svara með djúpri og ómþýðri rödd sinni þegar fólk hringir í 115 og biður um tímann. Ólafur Darri verður fyrsti karlmaðurinn sem gegnir hlutverkinu. Fyrsta Ungfrú klukka leit dagsins ljós 1937 þegar Halldóra Briem ljáði henni rödd sína. Sigríður Hagalín leikkona tók við af henni og var klukkan í þrjátíu ár en frá 1994 hefur Ingibjörg talað fyrir klukkuna. Núna er röðin komin að Ólafi Darra, sem hélt að enginn hringdi lengur í klukkuna þegar honum var boðið starfið. „Ég man eftir því að maður gerði það oft fyrir tíma gemsans.“ Aðspurður segist hann vera stundvís maður og því á þetta nýja starf eflaust vel við hann. „Mér finnst ég sæmilega stundvís en ég er ekki viss um að aðrir séu sammála því.“ Ólafur Darri er einnig orðinn rödd Símans, sem hefur einmitt klukkuna á sinni könnu, og tekur hann við því starfi af leikstjóranum Reyni Lyngdal. Leikarinn hefur töluverða reynslu af raddsetningu því hann var rödd Skjás eins þangað til fyrir áratug. Einnig var hann rödd Sambíóanna og N1 í mörg ár. „Ég var mjög ánægður með fyrri vinnuveitendurna. Það var gott að vinna með þeim en hagræðingin fyrir mig felst í því að bæði er spennandi að vinna fyrir Símann og svo var ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrirtæki. Það er gott að vera bara á einum stað.“ Hvernig lýsir starfið sér? „Ég þarft alltaf að koma nokkrum sinnum í mánuði þegar það koma nýir hlutir sem þarf að gera. Svo eru það klassíkerar sem maður gerir bara einu sinni, eins og símsvarar og annað slíkt. Þetta er alveg smá vinna en ekki mikil.“ Aðspurður hvað það er við röddina hans sem er svona eftirsóknarvert segist hann ekki vita það með vissu. „Röddin mín er bara guðsgjöf og ég er afskaplega þakklátur fyrir hana. Við leikarar erum síst of launaháir og hún hefur hjálpað mér að lifa sómasamlegu lífi í þessu starfi.“ Þarftu ekki að passa vel upp á röddina, eins og söngvarar gera jafnan? „Ég segi það nú ekki en ég er hættur að reykja. Það er það sem ég er ánægðastur með að hafa lagt í púkkið.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”