Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 11:00 „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“