Stígamót veitir viðurkenningar vegna framlags í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 18:58 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira