Þrjú óupplýst bankarán á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 20:23 Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira