Innlent

Sigmundur sendir samúðarkveðjur til Suður Afríku

mynd/valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinar sent samúðarkveðjur til suðurafrísku þjóðarinnar vegna fráfalls Nelson Mandela.

Sigmundur segir að Mandela hafi verið táknmynd frelsis, vonar, mannúðar og fyrirgefningar og með fráfalli hans sé ekki einungis genginn helsti leiðtogi Suður Afríkur heldur heimsbyggðarinnar allrar. Minningin um baráttu hans í þágu jafnréttis og mannréttinda muni ávallt lifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×