Tölvan truflar meira en hún hjálpar Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. desember 2013 20:47 „Tölvurnar trufla okkur meira en þær hjálpa.“ Þetta segja nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Menntamálaráðherra ætlar að leita hjálpar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP til að bæta námsárangur drengja.Niðurstöður nýrrar PISA rannsóknar reyndust ekki íslenskum grunnskólanemendum hagstæðar. Eins og greint hefur verið frá í vikunni þá standa grunnskólanemar hér á landi mun verr að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. 30% drengja getur ekki lesið sér til gagns sem verður að teljast mikið áhyggjuefni. Við hittum í dag þrjá drengi í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Þeir segjast allir ágætir námsmenn sem þó gætu bætt sig mikið með því að lesa meira. „Ég er ekki að lesa nógu mikið og þarf að lesa miklu meira. Það er mikilvægt að lesa mikið þar sem allt nám byggist á lestri. Það er tölvan sem er að trufla og helst tölvuleikir,“ segir Örn Bjarnar Marteinsson, nemandi í 10. bekk Austurbæjarskóla. Nemendurnir segjast allir eyða drjúgum tíma á kvöldin í tölvuleiki. Það komi niður á heimalærdómi og lestri. Þeir segjast sömuleiðis ekki hafa skýringar á því hvers vegna stúlkum gengur betur í námi. „Kannski eru þær minna í tölvunni,“ segir Tómas Sturluson. Greinilegt er að tölvan skipar stóran sess í lífi drengjanna.Leitar á náðir CCP Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sagði fyrr í vikunni að niðurstaða rannsóknarinnar væri mikið áfall fyrir íslenskt menntakerfi. Illugi hefur meðal annars boðað forsvarsmenn tæknifyrirtækisins CCP á sinn fund til að viðra hugmyndir um þróun á námsgögnum sem gætu bætt árangur nemenda í skóla og þá sérstaklega drengja. Ráðherra mun funda með fyrirtækinu innan skamms. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Tölvurnar trufla okkur meira en þær hjálpa.“ Þetta segja nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Menntamálaráðherra ætlar að leita hjálpar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP til að bæta námsárangur drengja.Niðurstöður nýrrar PISA rannsóknar reyndust ekki íslenskum grunnskólanemendum hagstæðar. Eins og greint hefur verið frá í vikunni þá standa grunnskólanemar hér á landi mun verr að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. 30% drengja getur ekki lesið sér til gagns sem verður að teljast mikið áhyggjuefni. Við hittum í dag þrjá drengi í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Þeir segjast allir ágætir námsmenn sem þó gætu bætt sig mikið með því að lesa meira. „Ég er ekki að lesa nógu mikið og þarf að lesa miklu meira. Það er mikilvægt að lesa mikið þar sem allt nám byggist á lestri. Það er tölvan sem er að trufla og helst tölvuleikir,“ segir Örn Bjarnar Marteinsson, nemandi í 10. bekk Austurbæjarskóla. Nemendurnir segjast allir eyða drjúgum tíma á kvöldin í tölvuleiki. Það komi niður á heimalærdómi og lestri. Þeir segjast sömuleiðis ekki hafa skýringar á því hvers vegna stúlkum gengur betur í námi. „Kannski eru þær minna í tölvunni,“ segir Tómas Sturluson. Greinilegt er að tölvan skipar stóran sess í lífi drengjanna.Leitar á náðir CCP Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sagði fyrr í vikunni að niðurstaða rannsóknarinnar væri mikið áfall fyrir íslenskt menntakerfi. Illugi hefur meðal annars boðað forsvarsmenn tæknifyrirtækisins CCP á sinn fund til að viðra hugmyndir um þróun á námsgögnum sem gætu bætt árangur nemenda í skóla og þá sérstaklega drengja. Ráðherra mun funda með fyrirtækinu innan skamms.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira