Kaupa faðernispróf á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 09:58 Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, minnir á að faðernispróf er ekki einkamál móðurinnar. Mynd/Daníel „Við ráðleggjum öllum að fara í erfðapróf ef einhver vafi leikur á faðerni. Við mælum með því barnsins vegna og allra vegna. Það er betra að fara í próf en að efast alla ævina um líffræðileg tengsl,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans. Hún segir konur reglulega koma í viðtal vegna faðernismála. „Og það eru örugglega mun fleiri sem eru í þessari stöðu án þess að leita sér hjálpar. Barn á rétt á að vita hverjir foreldrar þess eru samkvæmt barnalögum og ef fólk vill ekki fara í gegnum ferlið hjá sýslumanni þá getur það nýtt sér erlend fyrirtæki sem gera erfðapróf á einfaldan hátt. Ég vil taka það fram í þessu samhengi að ábyrgðin er líka í höndum karlmanna. Ef þeir vilja ekki verða pabbar eiga þeir að nota smokk, og frá byrjun.“ Mörg dæmi eru um að Íslendingar nýti sér þjónustu erlendra fyrirtækja sem framkvæma erfðapróf og selja í gegnum netsíður. Framkvæmdin er nokkuð einföld. Viðkomandi fær senda pinna sem nota á til að taka sýni úr munnholi. Sýnið er sent með venjulegum pósti til fyrirtækisins og niðurstaða berst með tölvupósti eftir um það bil viku. Faðernispróf kostar rúmlega 25 þúsund en ýmis önnur próf eru líka í boði, svo sem tvíburapróf, systkinapróf, afa- og ömmupróf og fósturpróf sem er dýrasta prófið. Inga Reynisdóttir, forstöðumaður faðernisrannsókna á Landspítalanum, staðfestir að óhætt sé að treysta slíkum erfðaprófum ef fyrirtækin sem selja þau eru með gæðavottun. Hér á Íslandi kostar tvö hundruð þúsund krónur að fara í erfðapróf og þarf að fara í gegnum sýslumann til að prófið sé framkvæmt. Prófin á netinu eru því ódýrari, taka skemmri tíma og eru einfaldari í framkvæmd. „En þegar sanna á faðerni þurfa bæði konan og maðurinn að vera sátt við þessa aðferð og treysta niðurstöðunni. Faðirinn skrifar þá undir faðernisviðurkenningu þegar niðurstaða fæst og málið er leyst. Ekki er hægt að krefjast þess að mögulegur faðir taki þetta próf og því þarf að fara í gegnum sýslumann ef hann neitar því,“ segir Helga Sól.Erna Guðrún Stefánsdóttir ásamt fjögurra vikna dóttur sinni.Mynd/DaníelVildi útkljá faðernismál sem fyrst „Það komu tveir menn til greina sem faðir dóttur minnar. Ég var nýhætt í sambandi og byrjaði fljótt með öðrum þannig að ég gat ekki treyst á dagsetningu,“ segir Erna Guðrún Stefánsdóttir sem ákvað að senda erfðapróf í gegnum dönsku síðuna dnatest.dk. „Ég vildi gera þetta svona því ég vildi að réttur faðir gæti tengst barninu sem fyrst. Það er búið að vera nógu erfitt fyrir báða mennina að ganga í gegnum alla meðgönguna án þess að þora að tengjast barninu. Ég vildi bara útkljá þetta mál sem fyrst.“ Erna Guðrún segir sig alltaf hafa grunað hver faðirinn væri en vildi fá grun sinn staðfestan. „Ég þekkti sjálf aldrei raunverulegan pabba minn. Mér fannst það ekki sanngjarnt að það léki nokkur vafi á því hver faðir barnsins míns væri. En vissulega hefði það verið auðveldari leið. Meðgangan var erfið í ljósi þessa og ég fann fyrir smáfordómum. En mögulega voru þeir mest frá sjálfri mér.“Rebekka Ingadóttir ásamt tvíburadætrum sínum. Mynd/ValliFékk staðfest að tvíburadætur væru eineggja Ýmis annars konar próf er einnig hægt að kaupa í gegnum netið. Rebekka Ingadóttir og maðurinn hennar vildu fá staðfest hvort tvíburadætur þeirra væru ein- eða tvíeggja. „Við fengum ábendingu um þessa síðu frá tvíburamömmum sem höfðu góða reynslu af henni og sögðu hana gæðavottaða,“ segir Rebekka Ingadóttir, sem keypti erfðapróf af bandarísku síðunni progenactive. „Við héldum alla meðgönguna að þær væru tvíeggja en svo kom í ljós við fæðingu að það var bara ein fylgja. En þær voru svo ólíkar og misstórar að við ákváðum að fá þetta á hreint.“ Rebekka segir að prófið hafi verið einfalt og eingöngu kostað sextán þúsund. „Við fengum pinna og dollur send heim. Tókum sýni úr kinnunum á þeim og sendum svo út. Fengum svo 99% örugga niðurstöðu um að þær væru eineggja og það er bara gott að fá það staðfest.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við ráðleggjum öllum að fara í erfðapróf ef einhver vafi leikur á faðerni. Við mælum með því barnsins vegna og allra vegna. Það er betra að fara í próf en að efast alla ævina um líffræðileg tengsl,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans. Hún segir konur reglulega koma í viðtal vegna faðernismála. „Og það eru örugglega mun fleiri sem eru í þessari stöðu án þess að leita sér hjálpar. Barn á rétt á að vita hverjir foreldrar þess eru samkvæmt barnalögum og ef fólk vill ekki fara í gegnum ferlið hjá sýslumanni þá getur það nýtt sér erlend fyrirtæki sem gera erfðapróf á einfaldan hátt. Ég vil taka það fram í þessu samhengi að ábyrgðin er líka í höndum karlmanna. Ef þeir vilja ekki verða pabbar eiga þeir að nota smokk, og frá byrjun.“ Mörg dæmi eru um að Íslendingar nýti sér þjónustu erlendra fyrirtækja sem framkvæma erfðapróf og selja í gegnum netsíður. Framkvæmdin er nokkuð einföld. Viðkomandi fær senda pinna sem nota á til að taka sýni úr munnholi. Sýnið er sent með venjulegum pósti til fyrirtækisins og niðurstaða berst með tölvupósti eftir um það bil viku. Faðernispróf kostar rúmlega 25 þúsund en ýmis önnur próf eru líka í boði, svo sem tvíburapróf, systkinapróf, afa- og ömmupróf og fósturpróf sem er dýrasta prófið. Inga Reynisdóttir, forstöðumaður faðernisrannsókna á Landspítalanum, staðfestir að óhætt sé að treysta slíkum erfðaprófum ef fyrirtækin sem selja þau eru með gæðavottun. Hér á Íslandi kostar tvö hundruð þúsund krónur að fara í erfðapróf og þarf að fara í gegnum sýslumann til að prófið sé framkvæmt. Prófin á netinu eru því ódýrari, taka skemmri tíma og eru einfaldari í framkvæmd. „En þegar sanna á faðerni þurfa bæði konan og maðurinn að vera sátt við þessa aðferð og treysta niðurstöðunni. Faðirinn skrifar þá undir faðernisviðurkenningu þegar niðurstaða fæst og málið er leyst. Ekki er hægt að krefjast þess að mögulegur faðir taki þetta próf og því þarf að fara í gegnum sýslumann ef hann neitar því,“ segir Helga Sól.Erna Guðrún Stefánsdóttir ásamt fjögurra vikna dóttur sinni.Mynd/DaníelVildi útkljá faðernismál sem fyrst „Það komu tveir menn til greina sem faðir dóttur minnar. Ég var nýhætt í sambandi og byrjaði fljótt með öðrum þannig að ég gat ekki treyst á dagsetningu,“ segir Erna Guðrún Stefánsdóttir sem ákvað að senda erfðapróf í gegnum dönsku síðuna dnatest.dk. „Ég vildi gera þetta svona því ég vildi að réttur faðir gæti tengst barninu sem fyrst. Það er búið að vera nógu erfitt fyrir báða mennina að ganga í gegnum alla meðgönguna án þess að þora að tengjast barninu. Ég vildi bara útkljá þetta mál sem fyrst.“ Erna Guðrún segir sig alltaf hafa grunað hver faðirinn væri en vildi fá grun sinn staðfestan. „Ég þekkti sjálf aldrei raunverulegan pabba minn. Mér fannst það ekki sanngjarnt að það léki nokkur vafi á því hver faðir barnsins míns væri. En vissulega hefði það verið auðveldari leið. Meðgangan var erfið í ljósi þessa og ég fann fyrir smáfordómum. En mögulega voru þeir mest frá sjálfri mér.“Rebekka Ingadóttir ásamt tvíburadætrum sínum. Mynd/ValliFékk staðfest að tvíburadætur væru eineggja Ýmis annars konar próf er einnig hægt að kaupa í gegnum netið. Rebekka Ingadóttir og maðurinn hennar vildu fá staðfest hvort tvíburadætur þeirra væru ein- eða tvíeggja. „Við fengum ábendingu um þessa síðu frá tvíburamömmum sem höfðu góða reynslu af henni og sögðu hana gæðavottaða,“ segir Rebekka Ingadóttir, sem keypti erfðapróf af bandarísku síðunni progenactive. „Við héldum alla meðgönguna að þær væru tvíeggja en svo kom í ljós við fæðingu að það var bara ein fylgja. En þær voru svo ólíkar og misstórar að við ákváðum að fá þetta á hreint.“ Rebekka segir að prófið hafi verið einfalt og eingöngu kostað sextán þúsund. „Við fengum pinna og dollur send heim. Tókum sýni úr kinnunum á þeim og sendum svo út. Fengum svo 99% örugga niðurstöðu um að þær væru eineggja og það er bara gott að fá það staðfest.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira