"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 11:59 Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri í vor. Mynd/GVA „Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
„Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira