Innlent

Fransisca fékk nokkrar fartölvur - "Ég er glöð“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Afgreiðslukonan í Bónus sem alla bræðir ætti að vera í góðu tölvusambandi eftir daginn en hún fékk að gjöf nokkrar fartölvur fyrir sig og fjölskyldu sína í dag.

Þeir sem versla í Bónus úti á Granda þekkja brosmildu afgreiðslukonuna Fransiscu sem virðist alltaf vera í góðum gír, sama hvernig viðrar. Það var engin breyting á því í dag þegar henni var komið á óvart og gefnar fartölvur fyrir sig og fjölskyldu sína í Zambíu. Bónus hafði fyrr um daginn gefið henni eina slíka en nú var komið að Tölvulistanum að tölvuvæða afgreiðslukonuna.

Það var Alda Sigmundsdóttir, sem hefur verslað hjá Fransiscu í mörg ár, sem fékk hugmyndina að söfnun svo Fransisca gæti skypað við fjölskyldu sína úti. Viðtökurnar stóðu eins og fyrr sagði ekki á sér og urðu fartölvurnar fleiri en ein og því ætti Fransisca að geta verið í góðu sambandi við sína nánustu. Hún var þakklát í dag. „Ég er glöð að eiga tölvu og glöð að eiga góða vini á Íslandi“, segir hún. 

Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×