Reykjavíkurborg hættir við gjaldskrárhækkanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:46 Borgin reynir að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014. Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014.
Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00