Reykjavíkurborg hættir við gjaldskrárhækkanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:46 Borgin reynir að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014. Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014.
Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00