Reiknar ekki með refsiaðgerðum ESB gegn Íslandi á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2013 18:06 Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. samsett mynd Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira