Reiknar ekki með refsiaðgerðum ESB gegn Íslandi á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2013 18:06 Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. samsett mynd Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira