Fatalína úr ull og gúmmíi fáanleg í dömudeild JÖR fljótlega Marín Manda skrifar 1. desember 2013 15:30 Magnea Einarsdóttir er spennt að fá línuna sína í verslunina JÖR á Laugavegi. mynd/Daníel Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“ Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira