Fatalína úr ull og gúmmíi fáanleg í dömudeild JÖR fljótlega Marín Manda skrifar 1. desember 2013 15:30 Magnea Einarsdóttir er spennt að fá línuna sína í verslunina JÖR á Laugavegi. mynd/Daníel Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira