Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, hlaut þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi í gær.
Hross í oss var valin besta mynd nýrra leikstjóra auk þess sem Bergsteinn Björgúlfsson fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Þá fékk myndin sérstök alþjóðleg verðlaun kvikmyndagagnrýnenda, sem þykir ekki minni vegsauki.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum myndarinnar segir að öll þessi verðlaun munu auka veg myndarinnar í Eystrasaltslöndunum og ryðja henni braut inn í þarlend bíóhús.
Nú sem stendur er kvikmyndin enn sýnd í Háskólabíó.

