Oddviti Samfylkingarinnar vill að Árni segi af sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2013 13:10 Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Mynd/ Pjetur. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, krefst afsagnar Árna Sigfússonar bæjarstjóra eða að hann biðjist afsökunar. Friðjón segir að það sé staðfest að Árni hafi brotið stjórnsýslulög og samþykktir Reykjanesbæjar þegar hann ákvað að leggja ekki fyrir bæjarráð innsend drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu innviða í Helguvík og Reykjanesbæ frá Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Ríkistjórnar Íslands. Hann segir það vera til háborinnar skammar að hann, sem bæjarfulltrúi, þurfi að lesa það í fjölmiðlum að Ríkistjórn Íslands hafi nú þegar lagt fram drög að viljayfirlýsingu til umræðu í bæjarráði og að henni hafi ekki verið svarað eða kynnt fyrir kjörnum fulltrúum. „Það er ekki hlutverk bæjarstjóra að taka ákvörðun um svona stór mál án þess að ráðfæra sig við bæjarstjórn og bæjarráð. Þetta er ekki einkamál Árna Sigfússonar né meirihluta sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þetta er alvarlegt brot á stjórnsýslu og ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórinn verður uppvís að slælegum vinnubrögðum," segir Friðjón. Hann segir að það sé þyngra en tárum taki að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon, kenna öðrum um erfiða stöðu Reykjanesbæjar og Helguvíkur. „Það er alltaf öðrum um að kenna og aldrei honum sjálfum sem leitt hefur Reykjanesbæ í hinar mestu ógöngur með óráðssíu og villtum fjárfestingum," segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, krefst afsagnar Árna Sigfússonar bæjarstjóra eða að hann biðjist afsökunar. Friðjón segir að það sé staðfest að Árni hafi brotið stjórnsýslulög og samþykktir Reykjanesbæjar þegar hann ákvað að leggja ekki fyrir bæjarráð innsend drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu innviða í Helguvík og Reykjanesbæ frá Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Ríkistjórnar Íslands. Hann segir það vera til háborinnar skammar að hann, sem bæjarfulltrúi, þurfi að lesa það í fjölmiðlum að Ríkistjórn Íslands hafi nú þegar lagt fram drög að viljayfirlýsingu til umræðu í bæjarráði og að henni hafi ekki verið svarað eða kynnt fyrir kjörnum fulltrúum. „Það er ekki hlutverk bæjarstjóra að taka ákvörðun um svona stór mál án þess að ráðfæra sig við bæjarstjórn og bæjarráð. Þetta er ekki einkamál Árna Sigfússonar né meirihluta sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þetta er alvarlegt brot á stjórnsýslu og ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórinn verður uppvís að slælegum vinnubrögðum," segir Friðjón. Hann segir að það sé þyngra en tárum taki að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon, kenna öðrum um erfiða stöðu Reykjanesbæjar og Helguvíkur. „Það er alltaf öðrum um að kenna og aldrei honum sjálfum sem leitt hefur Reykjanesbæ í hinar mestu ógöngur með óráðssíu og villtum fjárfestingum," segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira