Svíinn Alexander Skarsgård, best þekktur sem vampíran Eric Northman í sjónvarpsþáttunum True Blood, er í aðalhlutverki í myndbandi Cut Copy við lagið Free Your Mind.
Christopher Hill leikstýrði myndbandinu. Þar leikur Skarsgård hippalegan leiðtoga sértrúarsafnaðar.
Free Your Mind verður á fimmtu plötu áströlsku hljómsveitarinnar sem kemur út 5. nóvember.
Tónlist