Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira