Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“ Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira