Innlent

400 þúsund flýja vegna hvirfilbyls

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/AFP
Rúmlega 400 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í austurhluta Indlands en gríðarstór hvirfilbylur er á leiðinni að Bengal-flóanum. Hvirfilbylurinn, sem kallaður hefur verið Phailin, er að sögn veðurfræðinga mjög umfangsmikill og er reiknað með því að hann skelli á borgirnar Odisha og Andhra Pradesh í kvöld.

Árið 1999 létust 10.000 manns þegar öflugur hvirfilbylur skall á Odisha, en fréttaritari BBC í Delí segir að nú séu menn töluvert betur undirbúnir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×