Skelfileg heimkoma eftir Þjóðhátíð Boði Logason skrifar 6. ágúst 2013 21:45 Atli Már Gylfason starfar sem útvarpsmaður á K 100,5 og einnig sem plötusnúður. Hér er hann inni í eldhúsinu eftir innbrotið. Mynd/Eyþór „Þetta er ömurlegt, alveg hreint ömurlegt. Þetta er með því verra sem maður getur lent í," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Atli Már Gylfason. Þegar Atli Már snéri til síns heima í Reykjanesbæ, eftir að hafa skemmt sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina, var búið að tæma íbúðina hans nánast og leggja hana í rúst. „Það var búið að sparka upp hurðinni og brjóta dyrakarminn. Það var búið að hreinsa allt, allt frá sængunum mínum yfir í ryksuguna. Það var nánast allt tekið, flakkarinn, tölvan, tvö sjónvörp, íþróttaskór, íþróttafatnaður og þannig mætti lengi halda áfram. Nánast eina sem var ekki tekið var örbylgjuofninn minn," segir Atli Már í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það eru einhverjir menn þarna úti sem eru með ljósmyndir frá fæðingu barnanna minna. Menn hafa þurft að vera á jeppa eða sendibifreið til þess að flytja þetta allt út úr íbúðinni," segir hann. Atli Már segist enn vera að átta sig á þessari skelfilegu lífsreynslu og tilfinningin sé alls ekki góð. „Ég gisti hjá ættingjum í nótt því það er ekkert hægt að vera hérna. Það voru engar sængur og íbúðin bara í rúst."Atli Már inni í svefnherginu sínu.Mynd/eyþórHann segir það vera lán í óláni að plötusnúðsgræjurnar hans hafi ekki verið á heimilinu. „Það er einhver þarna uppi sem er vel við plötusnúða því hljóðborðið mitt og allar græjurnar voru í læstri geymslu í Hafnarfirði fyrir algjöra tilviljun," segir hann. Atli Már segist ekki fá tjónið bætt enda sé hann ekki tryggður. „Ég, eins og margir aðrir, kom illa út úr þessu hruni og þá þurfti maður bara að velja og hafna. Ég er að verða þrítugur og hef aldrei lent í neinu svona áður, og óraði ekki fyrir því að lenda í einhverju svona. Ég hefði aldrei búist við því." Lögreglan í Reykjanesbæ vinnur nú að rannsókn málsins, en Atli Má biður þó fólk um að hafa augun opin. „Ég hef fengið gríðarlegan stuðning á Facebook og hafa yfir 2000 manns deilt statusnum mínum, og mikið af því fólki þekki ég ekki neitt. Ég þakka kærlega fyrir það. Núna á næstu dögum verður þessu komið í verð á internetinu og ég vil biðja fólk um að hafa augun opin, til dæmis á vefnum bland.is," segir hann. Atli Már hefur boðið hverjum þeim sem gefur honum upplýsingar um það hverjir hafi verið þarna að verki 50 þúsund krónur - og er fullum trúnaði heitið.Facebook-síða Atla Más. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Þetta er ömurlegt, alveg hreint ömurlegt. Þetta er með því verra sem maður getur lent í," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Atli Már Gylfason. Þegar Atli Már snéri til síns heima í Reykjanesbæ, eftir að hafa skemmt sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina, var búið að tæma íbúðina hans nánast og leggja hana í rúst. „Það var búið að sparka upp hurðinni og brjóta dyrakarminn. Það var búið að hreinsa allt, allt frá sængunum mínum yfir í ryksuguna. Það var nánast allt tekið, flakkarinn, tölvan, tvö sjónvörp, íþróttaskór, íþróttafatnaður og þannig mætti lengi halda áfram. Nánast eina sem var ekki tekið var örbylgjuofninn minn," segir Atli Már í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það eru einhverjir menn þarna úti sem eru með ljósmyndir frá fæðingu barnanna minna. Menn hafa þurft að vera á jeppa eða sendibifreið til þess að flytja þetta allt út úr íbúðinni," segir hann. Atli Már segist enn vera að átta sig á þessari skelfilegu lífsreynslu og tilfinningin sé alls ekki góð. „Ég gisti hjá ættingjum í nótt því það er ekkert hægt að vera hérna. Það voru engar sængur og íbúðin bara í rúst."Atli Már inni í svefnherginu sínu.Mynd/eyþórHann segir það vera lán í óláni að plötusnúðsgræjurnar hans hafi ekki verið á heimilinu. „Það er einhver þarna uppi sem er vel við plötusnúða því hljóðborðið mitt og allar græjurnar voru í læstri geymslu í Hafnarfirði fyrir algjöra tilviljun," segir hann. Atli Már segist ekki fá tjónið bætt enda sé hann ekki tryggður. „Ég, eins og margir aðrir, kom illa út úr þessu hruni og þá þurfti maður bara að velja og hafna. Ég er að verða þrítugur og hef aldrei lent í neinu svona áður, og óraði ekki fyrir því að lenda í einhverju svona. Ég hefði aldrei búist við því." Lögreglan í Reykjanesbæ vinnur nú að rannsókn málsins, en Atli Má biður þó fólk um að hafa augun opin. „Ég hef fengið gríðarlegan stuðning á Facebook og hafa yfir 2000 manns deilt statusnum mínum, og mikið af því fólki þekki ég ekki neitt. Ég þakka kærlega fyrir það. Núna á næstu dögum verður þessu komið í verð á internetinu og ég vil biðja fólk um að hafa augun opin, til dæmis á vefnum bland.is," segir hann. Atli Már hefur boðið hverjum þeim sem gefur honum upplýsingar um það hverjir hafi verið þarna að verki 50 þúsund krónur - og er fullum trúnaði heitið.Facebook-síða Atla Más.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels