Kosningafundur eins og jarðarför 14. apríl 2013 16:00 Arnar Gauti segir að það skipti miklu máli hvernig klæðaburður frambjóðendanna er í sjónvarpssal. Frambjóðendur til alþingiskosninga eru að selja ímynd sína og þess vegna þarf að vanda vel framsetningu orðs en ekki síður framkomu, látbragð og klæðaburð. Það er staðreynd að litaval og klæðnaður getur skipt miklu máli þegar fólk kemur fram í sjónvarpi. Arnar Gauti Sverrisson, tískuráðgjafi og stílisti, hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Hann var spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni. „Það er greinilegt að formenn flokkanna eru að spila þetta mjög öruggt, hvað varðar fatavalið,“ svarar Arnar. „Það er kannski ekkert skrítið þar sem þetta er formlegur þáttur og frambjóðendur greinilega ekki fyrir að taka mikla áhættu. Mér fannst þó einn herramaður áberandi vel til hafður en það var Bjarni Benediktsson. Þótt hann sé í svörtum fötum og hvítri skyrtu með svart bindi, og hinir herramennirnir allir líka dökkklæddir, þá er það oft þannig að það er sniðið á fötunum og fasið sem lætur menn bera fötin vel,“ segir Arnar enn fremur.Dökkir litir „Upp til hópa eru allir formennirnir alltof dökkt klæddir að mínu mati, en sumir eru frjálslegri með fráhneppta skyrtu. Það hefði verið gaman að sjá kvenkyns frambjóðendurna fara í liti í staðinn fyrir svart en með því hefðu þær frekar getað látið ljós sitt skína, þær hefðu alla vega fengið meiri athygli sjónvarpsáhorfenda,“ segir Arnar og bætir við: „Yfir heildina litið er eins og formennirnir séu að fara í jarðarför.“ Arnar segir að stjórnmálamenn ættu að hugsa um þessa hluti og leita sér aðstoðar við fataval. „Þetta er stór hluti af ímyndinni bæði fyrir frambjóðendur og flokka. Þegar fólk er allt í einu komið í sviðsljósið er þetta hluti af því að koma fram. Ekki skiptir máli hvort herrarnir séu með bindi, slaufu eða bindislausir heldur er það persónuleikinn sem ræður.“ Þegar Arnar var spurður hvort bindið ætti að vera í stíl við þann lit sem flokkurinn notar, svarar hann: „Það er nú pínu klént. Menn þurfa að hugsa út í heildarútlitið, hárið, jafnt sem annað.“ Enginn frambjóðandi hefur enn leitað til Arnars með ósk um aðstoð.Máttur litanna Þegar forsetakosningar stóðu yfir í Bandaríkjunum í haust var mikið rætt um klæðaburð og liti frambjóðenda. Tískulöggur sögðu álit sitt í blöðum og á það var bent að ákveðnir litir hefðu sálfræðilegt gildi og áhrif á hugsun manna. Það sé þess vegna engin tilviljun að mörg veitingahús noti liti í umhverfinu og íþróttafélög velta fyrir sér boðskap litanna í kappleikjum. Oft er talað um „græna herbergið“ um íverustað þeirra sem bíða eftir að komast inn í sjónvarpssal. Herbergið nefnist svo vegna þess að græni liturinn hefur róandi áhrif. Blár litur þykir þó vinsæll í ýmiss konar markaðsherferðir þar sem hann táknar völd. Þegar frambjóðendur birtast í ljósbláum skyrtum með ermarnar brettar upp eru þeir að skírskota til hins almenna borgara. Dökkur grár litur er merki um íhaldssemi en ljósari grár litur er tákn um félagsleg tengsl viðkomandi. Rautt er hins vegar litur þess sem vill vera árásargjarn eða reiður. Brúnn litur getur þýtt að viðkomandi sé jarðbundinn. Fjólublár er hins vegar tengdur trúarbrögðum, kóngafólki og lúxus og þykir þess vegna ekki heppilegur.Jarðarför? Frá vinstri: Þórður Björn Sigurðsson frá Dögun, Jón Þór Ólafsson frá Pírötum, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri framtíð, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigurjón Haraldsson frá Hægri grænum, Sigurbjörn Svavarsson frá Flokki heimilanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Jón Bjarnason frá Regnbogaflokki, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingu og Örn Bárður Jónsson frá Lýðræðisflokki auk fréttamanna RÚV. Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Frambjóðendur til alþingiskosninga eru að selja ímynd sína og þess vegna þarf að vanda vel framsetningu orðs en ekki síður framkomu, látbragð og klæðaburð. Það er staðreynd að litaval og klæðnaður getur skipt miklu máli þegar fólk kemur fram í sjónvarpi. Arnar Gauti Sverrisson, tískuráðgjafi og stílisti, hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Hann var spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni. „Það er greinilegt að formenn flokkanna eru að spila þetta mjög öruggt, hvað varðar fatavalið,“ svarar Arnar. „Það er kannski ekkert skrítið þar sem þetta er formlegur þáttur og frambjóðendur greinilega ekki fyrir að taka mikla áhættu. Mér fannst þó einn herramaður áberandi vel til hafður en það var Bjarni Benediktsson. Þótt hann sé í svörtum fötum og hvítri skyrtu með svart bindi, og hinir herramennirnir allir líka dökkklæddir, þá er það oft þannig að það er sniðið á fötunum og fasið sem lætur menn bera fötin vel,“ segir Arnar enn fremur.Dökkir litir „Upp til hópa eru allir formennirnir alltof dökkt klæddir að mínu mati, en sumir eru frjálslegri með fráhneppta skyrtu. Það hefði verið gaman að sjá kvenkyns frambjóðendurna fara í liti í staðinn fyrir svart en með því hefðu þær frekar getað látið ljós sitt skína, þær hefðu alla vega fengið meiri athygli sjónvarpsáhorfenda,“ segir Arnar og bætir við: „Yfir heildina litið er eins og formennirnir séu að fara í jarðarför.“ Arnar segir að stjórnmálamenn ættu að hugsa um þessa hluti og leita sér aðstoðar við fataval. „Þetta er stór hluti af ímyndinni bæði fyrir frambjóðendur og flokka. Þegar fólk er allt í einu komið í sviðsljósið er þetta hluti af því að koma fram. Ekki skiptir máli hvort herrarnir séu með bindi, slaufu eða bindislausir heldur er það persónuleikinn sem ræður.“ Þegar Arnar var spurður hvort bindið ætti að vera í stíl við þann lit sem flokkurinn notar, svarar hann: „Það er nú pínu klént. Menn þurfa að hugsa út í heildarútlitið, hárið, jafnt sem annað.“ Enginn frambjóðandi hefur enn leitað til Arnars með ósk um aðstoð.Máttur litanna Þegar forsetakosningar stóðu yfir í Bandaríkjunum í haust var mikið rætt um klæðaburð og liti frambjóðenda. Tískulöggur sögðu álit sitt í blöðum og á það var bent að ákveðnir litir hefðu sálfræðilegt gildi og áhrif á hugsun manna. Það sé þess vegna engin tilviljun að mörg veitingahús noti liti í umhverfinu og íþróttafélög velta fyrir sér boðskap litanna í kappleikjum. Oft er talað um „græna herbergið“ um íverustað þeirra sem bíða eftir að komast inn í sjónvarpssal. Herbergið nefnist svo vegna þess að græni liturinn hefur róandi áhrif. Blár litur þykir þó vinsæll í ýmiss konar markaðsherferðir þar sem hann táknar völd. Þegar frambjóðendur birtast í ljósbláum skyrtum með ermarnar brettar upp eru þeir að skírskota til hins almenna borgara. Dökkur grár litur er merki um íhaldssemi en ljósari grár litur er tákn um félagsleg tengsl viðkomandi. Rautt er hins vegar litur þess sem vill vera árásargjarn eða reiður. Brúnn litur getur þýtt að viðkomandi sé jarðbundinn. Fjólublár er hins vegar tengdur trúarbrögðum, kóngafólki og lúxus og þykir þess vegna ekki heppilegur.Jarðarför? Frá vinstri: Þórður Björn Sigurðsson frá Dögun, Jón Þór Ólafsson frá Pírötum, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri framtíð, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigurjón Haraldsson frá Hægri grænum, Sigurbjörn Svavarsson frá Flokki heimilanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Jón Bjarnason frá Regnbogaflokki, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingu og Örn Bárður Jónsson frá Lýðræðisflokki auk fréttamanna RÚV.
Kosningar 2013 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira